Wednesday, September 22, 2010

AUKASÝNING OG DÓMAR!

við höfum bætt við aukasýningu vegna þess hve góðar viðtökur sýningin hefur fengið!

Sú sýning verður föstudaginn 1. Okt kl.

Hér má sjá hvað gagnrýnendur höfðu um SKEPNU að segja:

"Bjartmar Þórðarson hefur agaðan leikstíl, frábæra raddbeitingu, hljómmikla rödd, skýra framsögn og styrkan líkama. Allt þetta nýtir hann til fulls í Skepnu....ég var heltekin af sögu unga mannsins frá því að hann opnaði munninn...Frábært" Bryndís Schram - www.pressan.is

"(Bjartmar Þórðarson) gerði þetta með glæsibrag og hafði salinn í lófa sér allt frá fyrstu stundu. Hann er bersýnilega afar flinkur leikari, hefur áberandi góða raddbeitingu og hvíldi vel í hlutverkunum, bæði þegar þurfti að sýna kómík og einnig þegar senurnar voru óþægilegri og beittari. Það var afskaplega gaman að fylgjast með honum...uppsetning Guðjóns Þorsteins skemmtilega unnin...leikrýmið hentaði verkinu afar vel...lýsingin sérstaklega vel útfærð og var mikilvægur hlekkur í frásagnaraðferð sýningarinnar...afar ánægjuleg leikhúsupplifun. Það er gaman að horfa á góðan leikara gera vel...SKEPNA fær mín bestu meðmæli." Salka Guðmundsdóttir - Víðsjá

EKKI MISSA AF SKEPNU!

Tuesday, September 7, 2010

UM SÝNINGARSTAÐINN

Verkið er sýnt á Norðurpólnum sem er til húsa að Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi.

Nánari upplýsingar um Norðurpólinn og sýningar hússins er að finna á eftirfarandi slóð:

www.nordurpollinn.com

SÝNINGAR OG MIÐASALA

Föstudaginn 10. September Kl. 20 Frumsýning
Laugardaginn 18. September Kl. 20 2.Sýning
Fimmtudaginn 23. September Kl. 20 3. Sýning

ATH. MJÖG TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI

Miðasala fer fram í síma 899-6916 og innan tíðar á www.midi.is

UM SKEPNU

SKEPNA er frábær kolsvört kómedía eftir kanadísku leikskáldin Daniel MacIvor og Daniel Brooks. Hún fjallar um misfurðulega einstaklinga sem virðast ekki tengjast við fyrstu sýn. Óframfærinn unglingur sem er með morð nágrannans á heilanum, óvirkur alki sem öðlast von þegar hann dreymir kvikmyndahandrit, Alli og Nína sem rífast um egglos og svo sögumaðurinn Adam, sem segist ekki vera til. Allar tengjast þessar persónur þó á skuggalegan hátt, sem fær hárin á áhorfendum til að rísa. Hver er þessi skepna? Hvað vill hún? Hver skapaði hana?

Verkið er einleikur og fer Bjartmar Þórðarson með öll hlutverk sýningarinnar.
Leikstjórn er í höndum Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar og tekur verkið rúman klukkutíma í flutningi.

SKEPNA FRUMSÝND 10.SEPT 2010